Stroll kaupir Force India

Kanadíski auðmaðurinn, Lawrence Stroll, faðir ökumannsins Lance Stroll hjá Williams, hefur samið um að kaupa Force India keppnisliðið. Útlit er því fyrir að Stroll keppi hjá fjölskylduliðinu á  næsta ári í stað Williams.

Það er þýska akstursíþróttaritið Auto Motor und Sport sem skýrir frá þessum kaupum Stroll á Force India. Liðið hefur barist við fjárhagsleg vandræði misserum saman og því eru salan á því ný lífgjöf.

Blaðamaður vikuritsins segir að vaxandi orðrómur sé kreiki þess efnis að liðið ætli að lýsa sig gjaldþrota. Annað þýskt vikurit, Auto Bild, segir að tískukóngurinn Stroll gæti bjargað því.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert