Ricciardo hraðskreiðastur

Brautartímar ökumanna á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Búdapest voru jafnir en þegar upp var staðið hafði Daniel Ricciardo á Red Bull ekið hraðast.

Aðeins 79 þúsundustu úr sekúndu á eftir varð Sebastian Vettel á Ferrari og níu þúsundustu úr sekúndu á eftir honum varð Max Verstapppen á Red Bull.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð -  urðu Kimi Räikkönen á Ferrari, Lewis Hamilton og Valtteri Bottas á Mercedes, Romain Grosjean á Haas, Nico Hülkenberg og Carlos Sainz á Reault og Kevin Magnussen á Haas. Var danski ökumaðurinn 1,5 sekúndum lengur í förum í Hungaroring en Ricciardo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert