Vettel efstur á seinni æfingunni

Sebastian Vettel á Ferrari ók hraðast á seinni æfingu dagsins í Búdapest en Max Verstappen á Red Bull var þó í hælunum á honum ók sinn besta hring á aðeins 74 þúsundustu úr sekúndu lakari tíma.

Toppmaður fyrri æfingarinnar, Daniel Ricciardo á Red Bull, átti þriðja besta hringinn, var 0,2 sekúndum lengur í förum en Vettel. Framan af æfingunni höfðu ökumenn mjúkdekk undir en tímarnir breyttust svo hratt er þeir skiptu yfir á ofurmjúk dekk undir lok æfingarinnar,

Í sætum fjögur til tíu á lista yfir hröðustu hringi æfingarinnar urðu - í þessari röð - Kimi Räikkönen á Ferrari, Lewis Hamilton og Valtteri Bottas á Mercedes, Romain  Grosjean á Haas, Carlos Sainz á Renault, Pierre Gasly á Toro Rosso og Esteban Ocon á Force India.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert