Vettel setti brautarmet

Sebastian Vettel slær á létta strengi við vélvirkja í bílskúr ...
Sebastian Vettel slær á létta strengi við vélvirkja í bílskúr Ferrari milli aksturslota á þriðju æfingunni í Búdapest. AFP

Sebastian Vettel á Ferrari setti brautarmet í Hungaroring í morgun, á þriðju og síðustu æfingu keppnishelgar ungverska kappakstursins.

Vettel var þó aðeins 59 þúsundustu úr sekúndu fljótari en Valtteri Bottas á Mercedes en ökumenn þýska liðsins áttu erfitt með að fóta sig á brautinni og snarsneru bílunum nokkrum sinnum í hlykknum sem markar sjöttu og sjöundu beygju brautarinnar. 

Besti hringur Vettels mældist 1:16,170 mínútur, Bottas fór á 1:16,229 og Kimi Räikkönen átti þriðja besta hringinn,  1:16,373  mín. 

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Lewis Hamilton á Mercedes, Daniel Ricciardo og Max Verstappen á Red Bull, Carlos Sainz og Nico  Hülkenberg á Renault, Romain Grosjean á Haas aog Peirre Gasly á Toro Rosso.

mbl.is