Sainz í stað Alonso

Carlos Sainz keppir fyrir McLaren næstu árin.
Carlos Sainz keppir fyrir McLaren næstu árin. AFP

McLaren hefur ráðið spænska ökumanninn Carlos Sainz sem arftaka landa síns Fernando Alonso sem ætlar að segja skilið við formúlu-1 við vertíðarlok í nóvember.

Sainz er 23 ára og frá höfuðborginni Madríd. Hann hefur samið til margra ára við McLaren en nákvæm lengd ráðningarsamningsins hefur ekki verið látin í ljós. Hann er nú á sinni fjórðu keppnistíð í formúlu-1. 

Sainz ók fyrir Toro Rosso í þrjú ár áður en hann var lánaður til Renault en starfið þar missti hann eftir að Daniel Ricciardo sóttist eftir því og fékk. Sainz þykir hafa sýnt það árin öll að þar sé öflugur ökumaður á ferð.

mbl.is