Räikkönen tók toppsætið

Kimi Räikkönen á Ferrari ók hraðast á seinni æfingu dagsins í Spa í Belgíu, sló báðum ökumönnum Mercedes við.

Lewis Hamilton átt næsthraðasta hring æfingarinnar, en var 0,168 sekúndum lengur í förum en Kimi. Valtteri Bottas tók þriðja sætið á lista yfir hröðustu hringi, en var 0,448 sekúndum frá tíma landa síns.

Räikkönen ók  sekúndu hraðar (1:43,355) en liðsfélagi hans Sebastian Vettel á morgunæfingunni en þá átti sá síðarnefndi hraðasta hringinn.

Í sætum fjögur til tíu - í þesasri röð - urðu Max Verstappen á Red Bull, Sebastian Vettel á Ferrari, Daniel Ricciardo á Red Bull, Sergio Perez á Force India, Carlos Sainz á Renault, Marcus Ericsson á Sauber og Charles Leclerc á Sauber. Þrír síðastnefndu voru rúmlega tveimur sekúndum lengur með hringinn en Räikkönen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert