Vettel á undan Verstappen

Sebastian Vettel á Ferrari ók hraðast á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Spa-Francorchamps í Belgíu en þar með lauk fjögurra vikna sumarfríi ökumanna.

Vettel var 0,15 sekúndum fljótari með hringinn en Max Verstappen á Red Bull Räikkönen og þriðja besta hringinn átti Lewis Hamilton á Mercedes, en hann var 0,3 sekúndur lengur í förum en Vettel.

Í sætum fjögur til tíu urðu - í þessari röð - Kimi Räikkönen á Ferrari, Valtteri Bottas á Mercedes, Daniel Ricciardo á Red Bull, Esteban Ocon á Force India, Nico Hülkenberg, Sergio Perez á Force India og Carlos Sainz á Renault.

Ricciardo dvaldi lengstum í bílskúr Red Bull og gat ekki sett tíma fyrr en rétt fyrir lok æfingarinnar vegna tæknilegrar bilunar. Var það eini tímahringur hans alla æfinguna.

mbl.is