Stilla upp fögrum fljóðum

Brautarfreyjur kappakstursins í Bakú.
Brautarfreyjur kappakstursins í Bakú. AFP

Ráðamenn kappakstursins í Singapúr um næstu helgi kæra sig kollótta um bann við því að stilla fögrum fljóðum upp á rásmarki og hafa fengið að láni flugfreyjur frá Singapore Airlines til að sinna starfi rásmarksfreyja á kappakstrinum.

„Þjónustuáhafnir okkar eru sendiherrar merkisins Singapore Airlines og munu í ár sem fyrr gegna lykilhlutverki á kappaksturshelginni,“ segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu í dag.

Til deilna kom í fyrra er eigendur formúlu-1, Liberty Media, ákvað að hætta að stilla upp léttklæddum konum á rásmarki kappakstursmóta. Leit fyrirtækið á tilveru þeirra sem tákn kynjamisréttis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert