Leclerc keppir fyrir Ferrari

Charles Leclerc á blaðamannafundi í Monza fyrir 10 dögum.
Charles Leclerc á blaðamannafundi í Monza fyrir 10 dögum. AFP

Nýliðinn Charles Leclerc hjá Sauber hefur þótt sýna og sanna í keppni á jómfrúrári sínu að hann sé verðugur keppnissætis hjá Ferrari. Þangað fer hann að afloknu yfirstandandi keppnistímabili.

Leclerc er með heimilisfesti í Mónakó og er aðeins tvítugur að aldri. Fyrstu skref sín í formúlunni steig hann á þessu ári hjá Sauber og segjast forsvarsmenn liðsins samstarfið við hann hafa verið einkar gleðilegt.  

mbl.is