Hamilton með hraðasta hring

Lewis Hamilton á Mercedes ók hraðast á seinni æfingu dagsins í Sotsjí og liðsfélagi hans Valtteri Bottas næstfljótast.

Athygli vekur að þeir félagarnir voru vel á undan ökumönnum Ferrari en Sebastian Vettel var góðri hálfri sekúndu lengur með  hringinn og Kimi Räikkönen ríflega sekúndu lengur. Urðu þeir í fimmta og sjötta sæti á lista yfir hröðustu hringi æfingarinnar.

Þriðja besta hringinn átti Max Verstappen á Red Bull en hann var hálfri sekúndu lengur í förum en Hamilton.

Í sætum fjögur til tíu á lista yfir hröðustu hringi urðu - í þessari röð - sem hér segir: Daniel Ricciardo á Red Bull, Ferrarimennirnir Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen, Sergio Pererz á force India, Pierre Gasaly á Toro Rosso, Esteban Ocon á Force India og Marcus Ericsson á Sauber.

mbl.is