Vettel fór hraðast í Sotsjí

Sebastian Vettel hjá Ferrari fór hraðast á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Sotsjí en þar fer rússneski kappaksturinn fram á sunnudag.

Max Verstappen á Red Bull setti annan besta brautartímann og var aðeins 50 þúsundustu úr sekúndu lengur með hringinn en Vettel . Lewis Hamilton hjá Mercedes átti þriðja besta hringin, var 0,3 sekúdum á eftir fremsta manni og Valtteri Bottas setti fjórða besta tímann, var 0,5 sekúndur frá toppsætinu.

Daniel Ricciardo á Red Bull gat lítið ekið vegna bilunar en setti engu að síður fimmta besta tímann. Í sætum sex til tíu - í þessari röð - urðu Esteban Ocon á Force India, Kimi Räikkönen á Ferrari, Kevin Magnussen á Haas, Nico Hülkenberg á Renault og Antonio Giovinazzi á Sauber.


 

mbl.is