Hamilton á ráspól - Vettel níundi

Lewis Hamilton fagnar 80. ráspól sínum í formúlu-1.
Lewis Hamilton fagnar 80. ráspól sínum í formúlu-1. AFP

Lewis Hamilton var í þessu að vinna ráspól kappaksturs í formúlu-1 í 80. sinn með sigrinum í tímatöku japanska kappakstursins rétt í þessu. Vegna taktískra mistaka varð Sebastian Vettel á Ferrari aðeins í níunda sæti.

Eina ferðina enn einoka bílar Mercedes fremstu rásröðina því Valtteri Bottas varð annar, 0,3 sekúndum á eftir félaga sínum. Max Verstappen á Red Bull varð þriðji en var heilum 1,3 sekúndum frá topptíma Hamiltons.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Kimi Räikkönen á Ferrari, Romain Grosjean á Haas, Brendan Hartley á Toro Rosso, Pierre Gasly á Toro Rosso, Esteban Ocon á Force India, Sebastian Vettel á Ferrari og Sergio Perez á Force India.

Tímatakan fór fram við breytilegt veðurfar og varð Vettel fórnarlamb hennar.

Esteban Ocon færist aftur í 11. sæti fyrir að virða ekki aðvörunarflögg í brautinni.

mbl.is