Ferrarimenn fljótastir

Sebastian Vettel í brautinni í Austin í gær en þá …
Sebastian Vettel í brautinni í Austin í gær en þá háði væta ökumönnum sem spöruðu bíla sína. AFP

Sebastian Vettel á Ferrari ók hraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Austin í Texas í kvöld en þar fer bandaríski kappaksturinn fram annað kvöld. Var hann 46 þúsundustu úr sekúndu fljótari en liðsfélaginn Kimi Räikkönen.

Vettel var 73 þúsundustu úr sekúndu á undan Lewis Hamilton á Mercedes, sem varð þriðji á lista yfir hröðustu hringi æfingarinnar. Liðsfélagi hans Valtteri Bottas átti fjórða besta hringinn. Red Bull ökumennirnir Max Verstappen og Daniel Ricciardo urðu í fimmta og sjötta sæti, en 09, og 1,1 sekúndum á eftir Vettel.

Í sætum sjö til tíu urðu Charles Leclerc á Sauber, Sergio Perez á Force India, Carlos Sainz á Renault og Romain Grosjean á Haas.

Á æfingunum tveimur í gær ók Hamilton hraðast á báðum en rigning hafði sín áhrif á brautartíma og röð ökumanna. Spöruðu þeir bílana, sérstaklega á seinni æfingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert