Vettel refsað með rásvíti

Ferraristjórinn Maurizio Arrivabene brúnaþungur á skrafi við Sebastian Vettel í …
Ferraristjórinn Maurizio Arrivabene brúnaþungur á skrafi við Sebastian Vettel í bílskúr liðsins í Asutin í Texas, en þar fer bandaríski kappaksturinn fram annað kvöld. AFP

Sebastian Vettel þótti ekki hafa hægt ferð Ferrarifáksins nógsamlega er rauðum flöggum var veifað í brautinni í Austin á æfingum gærdagsins. Hefur honum verið refsað með þriggja sæta afturfærslu á rásmarkinu á morgun.

Með þessu vatnar enn frekar undan möguleikum Vettels í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna, en titillinn gæti auðveldlega hafnað í kjöltu Lewis Hamilton hjá Mercedes annað kvöld.
Rauða flagginu var veifað til marks um hættu í brautinni eftir að Charles Leclerc ók út í malargryfju við níundu beygju. Er hann komst aftur inn á brautina sópaði hann með sér hrúgu af grjóti sem dreifðist um aksturslínuna í tíundu beygju.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert