Bottas efstur á seinni æfingunni

Valtteri Bottas á ferð í Sao Paulo í dag.
Valtteri Bottas á ferð í Sao Paulo í dag. AFP

Valtteri Bottas á Mercedes ók hraðast á seinni æfingu dagsins í Sao Paulo og liðsfélagi hans Lewis Hamilton átti næstbesta hringinn. Naumara gat það vart verið en aðeins munaði þremur þúsundustu úr sekúndu á þeim félögunum.

Fyrstu 10 ökumenn á seinni æfingunni voru þeir sömu og á fyrri æfingunni, aðeins urðu innbyrðis breytingar á röðun þeirra. Þriðja besta hringinn átti Sebastian Vettel á Ferrari en hann var 73 þúsundustu úr sekúndu lengur með hringinn en Bottas.

Í sætum fjögur til sex höfnuðu Red Bull mennirnir Daniela Ricciardo og Max Verstappen og  Kimi Räikkönen á Ferrari.

Í sætum sjö til tíu urðu svo Romain Grosjean á Haas, Charles Leclerc á Sauber, Kevin Magnussen á Haas og Esteban Ocon á Force India.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert