Frægt nafn skýtur aftur upp kolli

Pietro Fittipaldi.
Pietro Fittipaldi.

Haas-liðið skýrði frá því í Interlagosbrautinni í Sao Paulo í Brasilíu í dag, að það hafi ráðið  Pietro Fittipaldi sem reynsluökumann sinn á næsta ári, 2019.

Hér er um sögufrægt nafn úr formúlu-1 að ræða, en Pietro er afabarn Emerson Fittipaldi sem á sínum tíma varð heimsmeistari í formúlunni og vann að auki hinn sögufræga Indianapolis 500 kappakstur tvisvar sinnum.

Hinn 22 ára gamli Pietro Fittipaldi mun spreyta sig í formúlu-1 bíl í fyrsta sinn 27. nóvember við dekkjaprófanir liðanna fyrir Pirelli að loknu lokamóti ársins í Abu Dhabi.

mbl.is