Hamilton náði pólnum

Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna ráspól Brasilíukappakstursins í Sao Paulo. Annar varð Sebastian Vettel á Ferrari og þriðji Valtteri Bottas á Mercedes.

Aðeins munaði 93 þúsundustu úr sekúndu á Hamilton og Vettel og Bottas var 0,160 úr sekúndu frá toppsætinu og Kimi Räikkönen á Ferrari var aðeins 15 þúsundustu þar á eftir í fjórða sæti.

Í sætum fimm til tíu - í þessari röð - urðu Max Verstappen og Daniel Ricciardo á Red Bull, Marcus Ericsson og Charles Leclerc á Sauber, Romain Grosjean á Haas og Pierra Gasly á Toro  Rosso.

Árangur Ericssons hins sænska hjá Sauber kemur á óvart og er besta sæti sem hannhefur náðí tímatöku  á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert