Bottas naumlega í toppsætið

Valtteri Bottas í Abu Dhabi í dag.
Valtteri Bottas í Abu Dhabi í dag. AFP

Valtteri Bottas á Mercedes ók hraðast á seinni æfingu dagsins í Abu Dhabi sem var að ljúka í þessu. Í næstu sætum voru tveir hröðustu menn fyrri æfingarinnar, Max Verstappen og Daniel Ricciardo á Red Bull.

Bottas var aðeins 44 þúsundustu úr sekúndu á undan Versappen og tæplega 0,2 úr sekúndu á undan Ricciardo. Má því segja að ökumenn Red Bull hafi nokkurneginn haldið stöðu sinni og styrk frá fyrri æfingunni.

Lewis Hamilton á Mercedesátti fjórða besta hringinn og var aðeins 15 þúsundustu á eftir Ricciardo. Kimi Räikkönen var svo aðeins 18 þúsundustu á eftir Hamilton í fimmta sæti og liðsfélagi hans Sebastian Vettel átti sjötta besta hringinn, 0,3 sekúndum á eftir Bottas.

Í sætum sjö til tíu - í þessari röð - urðu Romain Grosjean á Haas, Nico Hülkenberg á Renault, Kevin Magnussen á Haas og Esteban Ocon á Force India. Var Ocon rúmlega 1,1 sekúndu lengur í förum en Bottas.

Valtteri Bottas á ferð í Yas Marina brautinni í Abu …
Valtteri Bottas á ferð í Yas Marina brautinni í Abu Dhabi, í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert