Racing Point fær nýtt nafn

Bílar arftaka Force India verða eins og í ár og …
Bílar arftaka Force India verða eins og í ár og í fyrra, bleikir í bak og fyrir. AFP

Nafnið Force India heyrir nú fortíðinni til í formúlu-1 því nýir eigendur hafa ákveðið að gefa liðinu nýtt nafn.

Sem stendur nefna nýju hluthafarnir liðið Racing Point, sem var aðeins bráðabirgða. Liðsstjórinn Othar Szafnauer segir að nýtt nafn verði á liðinu þegar það birtist á rásmarkinu í fyrsta móti ársins, í Melbourne.

Að sögn breska akstursíþróttaritsins Autosport verða bílarnir svo gott sem í sömu litum 2019 og þeir voru í ár og í fyrra.

Sergio Perez mun keppa fyrir liðið sjötta áið í röð en liðsfélagi hans verður Lance Stroll. Faðir hans Lawrence fór fyrir hópi fjárfesta er keypti Force India liðið fyrra á árinu.

mbl.is