Skipta um liðsstjóra

Maurizio Arrivabene (t.v.) og Mattia Binotto.
Maurizio Arrivabene (t.v.) og Mattia Binotto.

Ferrari hefur skipt um liðsstjóra fyrir komandi keppnistíð í formúlu-1 en sæti Maurizio Arrivabene tekur Mattia Binotto sem verið hefur yfirmaður tæknimála hjá Ferrari.

Arrivabene er látinn gjalda fyrir brösótt gengi Ferrari í fyrra en liðið beið mikinn ósigur fyrir Mercedes, bæði í keppni liðanna sem og ökumanna. 

Ferrari var sagt kuldalegt í samskiptum við fjölmiðla 2018 og Arrivabene var gagnrýndur fyrir stjórnarhætti sína eftir fráfall yfirmanns Ferrarifyrirtækisins, Sergio Marchionne, sem féll frá í  júlí sl.
Maurizio Arrivabene með ökumönnunum Kimi Räikkönen (t.v.) og Sebastian Vettel …
Maurizio Arrivabene með ökumönnunum Kimi Räikkönen (t.v.) og Sebastian Vettel (t.h.) á góðri stundu.
mbl.is