Leclerc fljótastur

Charles Leclerc á æfingunni í Barcelona í dag.
Charles Leclerc á æfingunni í Barcelona í dag. AFP

Charles Leclerc hjá Ferrari ók hraðast á æfingu dagsins í Barcelona og var 0,3 sekúndum fljótari með sinn besta hring en nýliðinn Lando Norris hjá McLaren. Þriðja besta hringinn átti  Kevin Magnussen hjá Haas.

Leclerc ók fleiri hringi en nokkur annar eða 157 og lék því sama leik og lisfélagi hans Vettel í gær.
Alexander Albon hjá Toro Rosso setti fjórða hraðasta hring dagsins en hann ók alls 130 hringi.
Fimmta besta tímann átti Antonio Giovinazzi á Alfa Romeo, en hann var sekúndu lengur í förum en Leclerc.
Aftur skiptu ökumenn Mercedes akstrinum á milli sín. Valtteri Bottas setti jötta besta hringinn og Lewis Hamilton tíunda besta.
Pierre Gasly á Red Bull varð í sjöunda sæti á  lista yfir hröðustu hringi, Nico Hülkenberg á Renault í því áttunda og lisðfélagi hans Daniel Ricciardo í því núnda.Ók hann aðeins 28 hringi vegna bilunar.
 Lestina ráku Lance Stroll á Racing Point og Pietro Fittipaldi sem leysti Kevin Magnussen af á  Haas-bílnum.
Charles Leclerc í Barcelona í dag.
Charles Leclerc í Barcelona í dag. AFP
Charles Leclerc í Barcelona í dag.
Charles Leclerc í Barcelona í dag. AFP
Lando Norris á McLaren í Barcelona í dag.
Lando Norris á McLaren í Barcelona í dag. AFP
Lewis Hamilton setti aðeins tíunda besta tímann í Barcelona í …
Lewis Hamilton setti aðeins tíunda besta tímann í Barcelona í dag. AFP
Stuðningsmenn Roberts Kubica hjá Williams hafa komið fyrir stórum fána …
Stuðningsmenn Roberts Kubica hjá Williams hafa komið fyrir stórum fána á grindverki í stúkunni í Barcelona. Williams mun hefja æfingar á morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert