Kvyat fór langhraðast á þriðja degi

Daniil Kvyat á Toro Rosso á ferð í Barcelona í …
Daniil Kvyat á Toro Rosso á ferð í Barcelona í dag. AFP

Daniil Kvyat á Toro Rosso setti besta hring dagsins á þriðja degi þróunaraksturs formúluliðanna í Barcelona í dag. Hringur hans, þegar aðeins fimm mínútur voru eftir dagsins, mældist á 1:17,704 mínútur.

Kimi Räikkönen á Alfa Romeo (1:17,762) sat lengstan part dagsins í efsta sæti á lista yfir hröðustu hringi en mátti sjá Kvyat fram úr sér í blálokin. Á þeim munaði rúmlega tíundaparti úr sekúndu.

Daniel Ricciardo á Renault átti (1:18,164) betri dag en þá tvo fyrstu og setti þriðja besta tímann. Ók hann alls 90 hringi, mun meira en fyrstu tvo dagana. 

Ferraribílarnir drottnuðu fyrstu tvo daga æfinganna en í dag varð Sebastian Vettel (1:18,350) í fjórða sæti. Max Verstappen á Red Bull (1:18,787) átti fimmta besta tímann og síðan komu í röð þeir Nico Hülkenberg á Renault (1:18,800), Romain Grosjean á Haas, sem bilaði þrisvar í dag, tvisvar með Grosjean undir stýri og einu sinni er reynsluökumaðurinn Pietro Fittipaldi spreytti sig.

Williamsliðið hóf æfingar í dag með 23 hringja akstri George Russell. Besti tími hans var fimm sekúndum lakari en hjá næsta manni á undan. Ökumenn Mercedes óku samtals 182 hringi í dag - tæplega þrefalda keppnislengd - en Valtteri Bottas (1:20,693) og Lewis Hamilton (1:20,818) skiptust á um að keyra.

Alls ók Räikkönen 138 hringi, Kvyat 137, Vettel 134 og Verstappen 107.
Daniil Kvyat á Toro Rosso á ferð í Barcelona í …
Daniil Kvyat á Toro Rosso á ferð í Barcelona í dag. AFP
Kimi Räikkönen í Barcelona í dag.
Kimi Räikkönen í Barcelona í dag. AFP
Daniel Ricciardo á Renault á ferð í Barcelona í dag.
Daniel Ricciardo á Renault á ferð í Barcelona í dag. AFP
Nico Hülkenberg (t.v.) og Daniel Ricciardo (t.h.) hafa góðan ráðgjafa …
Nico Hülkenberg (t.v.) og Daniel Ricciardo (t.h.) hafa góðan ráðgjafa hjá Renault, Frakkan Alain Prost (í miðjunni) sem á sínum tíma varð fjórfaldur heimsmeistari ökumanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert