Norris fljótastur á McLaren

Lando Norris ökumaður McLaren.
Lando Norris ökumaður McLaren. AFP

Lando Norris hjá McLaren lauk fyrsta degi annarrar lotu þróunaraksturs formúluliðanna með því að setja hraðasta hring dagsins í Barcelona.

Þetta tókst Norris þrátt fyrir að þurfa tvisvar að leggja bíl sínu við brautarkant vegna bilana. Besti hringur hans mældist 1:17,709 mínútur, settur fyrir hádegi.

Pierre Gasly hjá Red Bull ók næsthraðast og var aðeins sex þúsundustu úr sekúndu (0,006 sek.) lengur með hringinn.

Lance Stroll á Racing Point átti þriðja besta hringinn, rétt á undan Sebastian Vettel á Ferrari.

Antonio Giovinazzi á Alfa Romeo átti fimmta besta hringinn og Alexander Albon á Toro Rosso þann sjötta besta. Aðrir ökumenn sem óku í Barcelona í dag voru Charles Leclerc á Ferrari, KevinMagnussen á Haas, Georges Russel á Williams sem ók 119 hringi, Daniel Ricciardo á Renault, Valtteri Bottas og Lewis Hamilton á Mercedes og Nico Hülkenberg á Renault sem átti lakasta hring dagsins.
Lando Norris í Barcelona í dag.
Lando Norris í Barcelona í dag. AFP
Lando Norris á McLarenbílnum í Barcelona í dag.
Lando Norris á McLarenbílnum í Barcelona í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert