Neitar því að hafa ekið á útopnu

Charles Leclerc á ferð í Barcelona í dag.
Charles Leclerc á ferð í Barcelona í dag. AFP

Charles Leclerc hjá Ferrari neitar því að hafa ekið á útopnu er hann setti í dag besta brautartíma sem náðst hefur við þróunarakstur formúluliðanna í Barcelona í þessari viku og þeirri fyrri.

Besti hringur Leclerc mældist 1:16,231 mínútur. Hann varð að stoppa í brautinni vegna bilunar undir lok æfinganna. 
Næsthraðast fór Alexander Albon á Toro Rosso sem ók á 1:16,882 eða rúmlega hálfri sekúndu lakar en Albon. Þriðja besta tímann átti svo Lando Norris á McLaren (1:17,084).
Í fjórða til sjötta sæti urðu Pierre Gasly á Red Bull (1:17,091), Daniel Ricciardo á Renault (1:17,204) og Nico Hülkenberg á Renault (1:17.496).  Gasly snarsneri bílnum sem hafnaði á öryggisvegg og stórskemmdist.
Athygli vekur að Lewis Hamilton á Mercedes setti aðeins tíunda besta tímann (1:18.097)´. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, hafnaði í þrettánda neðsta sæti á lista yfir hröðustu hringi á 1:18,862 mín.
George Russel á Williams ók manna mest í dag, eða 140 hringi. Rétt á eftir var Leclerc með 138. Tveir til viðbótar rufu hundrað hringja múrinn, Albon sem ók 118 og Lance Stroll hjá Racing Point sem lagði að baki 103 hringi.
Alexander Albon hjá Toro Rosso brosandi milli aksturslota í Barcelona …
Alexander Albon hjá Toro Rosso brosandi milli aksturslota í Barcelona í dag. AFP
Lando Norris á McLarenbílnum í Barcelona í dag.
Lando Norris á McLarenbílnum í Barcelona í dag. AFP
Alexander Albon á ferð í Barcelona í dag.
Alexander Albon á ferð í Barcelona í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert