Allt er þegar þrennt er

Lewis Hamilton á ferð í Melbourne í nótt.
Lewis Hamilton á ferð í Melbourne í nótt. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes ók allra manna hraðast á þriðju og síðustu æfingunni í Melbourne í þessu. Sebastian  Vettel á Ferrari var rúmum tveimur tíundu úr sekúndu lengur í förum og þriðji varð liðsfélagi hans, Leclerc.

Í sætum fjögur og fimm á lista yfir hröðustu hringi urðu Haas-félagarnir Romain Grosjean og Kevin Magnussen.

Í sætum ,sex til tíu urðu Pierre Gasly á Red Bull, Valtteri Bottas á Mercedes, Daniil Kvyat á Toro Rosso, Max Verstaeppen á Red Bull og Daniel  Ricciardo á Renault sem var 1,4 sekúndum hægari en Hamilton.

mbl.is