Mercedes með yfirburði

Lewis Hamilton á leið til sigurs í tímatökunni í Melbourne.
Lewis Hamilton á leið til sigurs í tímatökunni í Melbourne. AFP

Lewis Hamilton var í þessu að vinna ráspól ástralska kappakstursins í Melbourne eftir einvígi við liðsfélaga sinn Vallteri Bottas sem átti besta tímann fyrir lokahring tímatökunnar.Að lokum munaði 0,1 sekúndu á þeim.

Mercedesbílarnir höfðu nokkra yfirburði á bíla Ferrari þegar á reyndi því Sebastian Vettel var 0,7 sekúndum lengur með hringinn en Hamilton. Liðsfélagi Vettels, Charles Leclerc, hafnaði í fimmta sæti en upp á milli Ferrarimannanna skaust Max Verstappen á Red Bull, sem var rúmlega 0,8 sekúndum lengur í förum en Hamilton.

Í sætum sex til tíu urðu - í þessari röð - Romain Grosjean og Kevin Magnussen á Haas, Lando Norris á McLaren, Kimi Räikkönen á Alfa Romeo og Sergei Perez á Racing Point.

Heimamaðurinn Daniel Ricciardo á Renault varð í aðeins tólfta sæti, einu á eftir liðsfélaga sínum Nico Hülkenberg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert