Nældi í aukastigið með hraðasta hring

Valtteri Bottas fagnar sigri í Melbourne.
Valtteri Bottas fagnar sigri í Melbourne. AFP

Valtteri Bottas setti hraðasta hring kappakstursins í Melbourne á Mercedesbíl sínum. 

Með því hlaut hann ekki aðeins 25 stigin sem sigur í kappakstri gefur í aðra hönd, heldur krækti hann í aukastigið sem er í boði í hverju móti fyrir þann ökumann sem á hraðasta hring keppninnar.

mbl.is