Jöfnuðu met Williams og McLaren

Charles Leclerc gengur út á verðlaunapallinn í Barein.
Charles Leclerc gengur út á verðlaunapallinn í Barein. AFP

Ferrari réði lögum og lofum í kappakstrinum í Barein þótt sigur og stigafjöld rynni liðinu úr greipum á lokahringjunum. Bjargaði öryggisbíll því að Charles Leclerc hélt þriðja sætinu að lokum.

Leclerc hafði lengst af verið með örugga forystu er vélarbilun hægði það mjög á honum að báðir ökumenn Mercedes-Benz komust fram úr í lokin. 

Leclerc hafði meðal annars sett nýtt brautarmet og unnið sinn fyrsta ráspól í formúlu-1. Liðsfélagi hans Sebastian Vettel deildi fremstu rásröðinni með honum. Var það í 62. mótinu í sögu formúlu-1 sem báðir bílar Ferrari hefja keppni af fremstur rásröð. Með því jafnaði ítalska liðið árangur bæði Williams og McLaren en met þeirra hafði staðið árum saman.

Charles Leclerc á Ferrari á ferð í kappakstrinum í Barein.
Charles Leclerc á Ferrari á ferð í kappakstrinum í Barein. AFP
Leclerc (t.h) vann sig fram úr liðsfélaga sínum Sebastian Vettel …
Leclerc (t.h) vann sig fram úr liðsfélaga sínum Sebastian Vettel (t.v.) í Barein. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert