Häkkinen snýr aftur

Mika Häkkinen kitlar í bensínfótinn.
Mika Häkkinen kitlar í bensínfótinn. mbl.is/afp

Finnski ökumaðurinn Mika Häkkinen, tvöfaldur  heimsmeistari í formúlu-1, ætlar að snúa aftur til keppni í ágúst, átta árum eftir að hann keppti síðast.

Frumraun ársins hjá Häkkinen verður í Suzuaka í Japan í 10 klukkustunda sportbílakappakstri. Hann mun aka McLaren 720S GT3 bíl, en hann var liðsmaður McLaren er hann vann titlana tvo í formúlu-1 1998 og 1999.

Auk hans munu skiptast á að aka bílnum í þolakstri þessum þeir Hiroaki Ishiura sem tvisvar hefur unnið súperformúluna svonefndu og sigursæll amatör, Katsuaki Kubota. Keppa þeir 23.-25. ágúst í næstsíðasta móti ársins í hnattrænni GT-mótaröð. 

Häkkinen hætti keppni 2007 en ók reyndar í einum kappakstri árið 2011 en síðan ekki sögunni meir, fyrr en nú. Sínum fyrri titli ökumanna í formúlu-1 landaði hann í japanska kappakstrinum í Suzuka.

McLaren 720S GT3 bíll á ferð en slíkum mun Häkkinen …
McLaren 720S GT3 bíll á ferð en slíkum mun Häkkinen keppa á í ágústlok.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert