Ferrari og Renault bæta í vélar

Renault á ferð í Barein.
Renault á ferð í Barein. AFP

Bæði Ferrari og Renault mættu til leiks í Sjanghæ með nýja íhluti í vélar keppnisbílanna.

Ferrari hefur skipt um  rafeindastýribox beggja bíla og hið sama hefur verið gert í vélum Haas-liðsins en þær eru frá Ferrari fengnar.

Þá hefur verið skipt um tvinnbúna (MGU-K) þriggja bíla sem eru knúnir Renaultvélum; báðum bílum Renault og einnig McLarenbíl Lando Norris. Carlos Sainz mun áfram brúka sama íhlut  er hann fékk skipt um í Barein vegna bilana í hinum fyrri í Melbourne.

Ökumenn mega skipta tvisvar um þennan vélkerfisbúnað á keppnistíðinni án þess að hljóta afturfærslu á rásmarkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert