Framvængur Mercedes ólöglegur

Lewis Hamilton á Mercedesbílnum í Sjanghæ í dag.
Lewis Hamilton á Mercedesbílnum í Sjanghæ í dag. AFP

Mercedesliðinu var skipað í dag að gera úrbætur á framvæng keppnisbílsins eftir að vængurinn var dæmdur ólöglegur.

Fulltrúar Alþjóða akstursíþróttasambandsins uppgötvuðu ólögmæti vængsins í Sjanghæ í dag en endaplötur vængsins reyndust sveigjast óhóflega mikið upp á ferð í þeim tilgangi að beina auknum loftstraumi út til hliðanna og auka á vængpressuna. 

Mercedes brást þegar í stað við þessu og breytti framvængnum í samræmi við ábendingar eftirlitsdómaranna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert