Bottas fljótastur á lokaæfingunni

Valtteri Bottas á ferð á æfingunni í Sjanghæ í morgun.
Valtteri Bottas á ferð á æfingunni í Sjanghæ í morgun. AFP

Valtteri Bottas á Mercedes sýndi á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Sjanghæ að hann verður erfiður viðfangs í lokalotunni um ráspól Kínakappakstursins.

Bottas var 0,4 sekúndum fljótari með sinn besta hring en Sebastian Vettel og Charles Leclerc á Ferrari.

Lewis Hamilton á Mercedes var svo tæpum 0,9 sekúndum á eftir sem ekki getur talist eðlilegt og því meira að vænta af honum í lokaslagnum.

Niko Hülkenberg varð  óvænt fimmti á Renault aðeins 0,2 sekúndum á eftir Hamilton. Í sætum sex til tíu urðu - í þessari röð - Kimi Räikkönen á Alfa Romeo, Max Verstappen á Red Bull,  Carlos Sainz á McLaren, Alexander Albon og Daniil Kvyat á Toro Rosso.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert