Leclerc aftur fljótastur

Charles Leclerc á æfingunni í morgun.
Charles Leclerc á æfingunni í morgun. AFP

Allt annar gáll er á ökumönnum Ferrari í Bakú en í síðasta móti. Charles Leclerc ók hraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Bakú og Sebastian Vettel átti næstbesta hring sem var aðeins 0,198 sekúndum lakari.

Er Leclerc setti sinn besta hring á síðustu mínútum tímatökunnar ók hann allra manna hraðast á öllum tímasvæðunum þremur. Vettel gerði síðan betur á þriðja og síðasta tímasvæðinu nokkrum mínútum seinna. Voru þeir 1,6 sekúndum lengur í förum en Leclerc.

Max Verstappen á Red Bull setti þriðja besta hringinn en var sekúndu lengur í förum en Vettel.

Liðsfélagarnir Valtteri Bottas og Lewis Hamilton urðu síðan í fjórða og fimmta sæti á lista yfir hröðustu hringi æfingarinnar.

Í sætum sex til tíu - í þessari röð - urðu svo Daniil Kvyat á Toro Rosso, Kevin Magnussen á Haas, Alex Albon á Toro Rosso, Sergio Perez á Racing Point og Kimi Räikkönen á Alfa Romeo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert