Williams með „spennandi“ uppfærslur

Breski ökumaðurinn George Russell.
Breski ökumaðurinn George Russell. AFP

George Russel segir að Willamsliðið mæti til leiks í Barcelona með „spennandi“ nýja íhluti í keppnisbíl sinn, sem verið hefur sá slakasti hingað til í ár.

Williams hefur átt erfiðu gengi að fagna í fyrstu fjórum mótum ársins og hefur ekkert lið til að  keppa við á botninum.

Russell segir að prófaður verði fjöldi nýrra íhluta sem liðsmenn vænti að marki viðsnúning í getu bílsins.

„Ég er spenntur fyrir Barcelona, þar vann ég kappaksturinn í formúlu-2 í fyrra. Vonandi beina  nýju íhlutirnir okkur inn á farsælli brautir það sem eftir er,“ segir Russell í aðdraganda fyrsta móts ársins í Evrópu.

Samkvæmt hefð er kappaksturinn í Barcelona það mót sem liðin taka í notkun fyrstu stóru uppfærsluna í bíla sína.

Dagana eftir keppni fá keppnislið formúlunnar tækifæri til tveggja daga þróunaraksturs í Barcelona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert