Bottas ók hraðast

Valtteri Bottas bíður milli aksturslota í Barcelona í morgun.
Valtteri Bottas bíður milli aksturslota í Barcelona í morgun. AFP

Valtteri Bottas á Mercedes ók hraðast á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Barcelona en í næstu tveimur sætum urðu Sebastian Vettel og Charles Leclerc á Ferrari.

 Lewis Hamilton á Mercedes varð fjórði og rúmum 0,6 sekúndum lengur í förum en Bottas.

Í sætum fimm til tíu - í þessari röð - urðu Romain Grosjean á Haas, Carlos Sainz á McLaren, Kevin Magnussen á Haas, Pierre Gasly á Red Bull, Daniil Kvyat á Tor Rosso og Nico Hülkenberg á Renault.

Max Verstappen á Red Bull náði aðeins 12. besta tímanum og var 1,9 sekúndum lengur með hringinn en Bottas.

Valtteri Bottas á ferð á æfingunni í Barcelona í morgun.
Valtteri Bottas á ferð á æfingunni í Barcelona í morgun. AFP
mbl.is