Bottas langt á undan

Lewis Hamilton (t.v.) óskar Valtteri Bottas til haminngju með ráspólinn.
Lewis Hamilton (t.v.) óskar Valtteri Bottas til haminngju með ráspólinn. AFP

Valtteri Bottas á Mercedes vann ráspól spænska kappakstursins í Barcelona og þótt liðsfélaginn Lewis Hamilton yrði annar var hann langt á eftir; fór hringinn rúmlega 0,6 sekúndum hægar. Þriðji varð svo Sebastian Vettel á Ferrari, 0,2 brotum á eftir Hamilton.

Er þetta þriðji ráspóll Bottas í röð.

Á lokaæfingunni í morgun voru bílar Haas hraðskreiðari en Red Bull, en liðinu tókst ekki aðendurtaka það í sjálfri tímatökunni.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Max Verstappen á Red Bull, Charles Leclerc á Ferrari, Pierre Gasly á Red Bull, Romain Grosjean og Kevin Magnussen á Haas, Daniil Kvyat á Toro Rosso og Daniel Ricciardo á Renault.

Athygli vekur að Leclerc var tæplega 1,2 sekúndum á eftir Bottas. Þá varð Gasly 1,3 sekúndum og Grosjean 1,5 sekúndum lengur í förum en Finninn fljúgandi. Lokst voru Kvyat og Riccardo meira en tveimur sekúndum lengur í förum í þeirra bestu hringjum.

Valtteri Bottas fagnar ráspólnum í Barcelona.
Valtteri Bottas fagnar ráspólnum í Barcelona. AFP
Valtteri Bottas fagnar ráspólnum í Barcelona.
Valtteri Bottas fagnar ráspólnum í Barcelona. AFP
Valtteri Bottas í bíl sínum í Barcelona í dag.
Valtteri Bottas í bíl sínum í Barcelona í dag. AFP
mbl.is