Hamilton fljótastur í Mónakó í dag

Lewis Hamilton á seinni æfingu dagsins í Mónakó.
Lewis Hamilton á seinni æfingu dagsins í Mónakó. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes ók hraðast á báðum æfingum dagsins í Mónakó en næsta mót í formúlu-1 fer fram í furstadæminu næstkomandi sunnudag.

Á fyrri æfingunni varð Max Verstappen næstfljótastur og þriðji Valtteri Bottas á Mercedes.  Litlu munaði á brautartímum, Hamilton ók sinn besta hring á 1:12,106 mínútum, Verstappen á 1:12,165 og Bottas 1:12,178, eða 72 þúsundustu úr sekúndu á eftir liðsfélaga sínum.

Umferð í brautinni truflaði margan ökumanninn í tilraunum til að bæta sig. Í fjórða sæti varð Charles Leclerc á Ferrari en 0,361 sekúndu frá tíma Hamiltons.

Fimmti varð Sebastian Vettel á Ferrari sem skartaði sérstökum keppnishjálmi tileinkuðum minningu Niki Lauda. Pierre Gasly á Red Bull átti sjötta besta hringinn sem var 1,064 sekúndum frá topptíma Hamiltons.

Á seinni æfingunni ók Hamilton sekúndu hraðar, eða á  1:11,118 mín. Bottas var aðeins 81 þúsundasta úr sekúndu  á eftir og þriðji varð Sebastian  Vettel á Ferrari á 1:11,881 mín.

Í sætum fjögur til tíu á seinni æfingunni urðu - í þessari röð - Pierre Gasly á Red Bull, Alsexander Albon á Toro Rosso, Verstappen á Red Bull, Kevin Magnussen á Haas, Antonio Giovinazzi og Kimi Räikkönen á Alfa Romeo og Charles Leclerc á Ferrari.

Rússinn Daniil Kvyat á Toro Rosso á fyrri æfingunni í …
Rússinn Daniil Kvyat á Toro Rosso á fyrri æfingunni í Mónakó. Er hann hér nýkominn út úr undirgöngunum. AFP
Tææknimenn Toro Rosso liðka sig upp með leikfimi við upphaf …
Tææknimenn Toro Rosso liðka sig upp með leikfimi við upphaf vinnudagsins í Mónakó í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert