Náði pólnum með methring

Lewis Hamilton var létt eftir sigur í tímatökunni í Mónakó.
Lewis Hamilton var létt eftir sigur í tímatökunni í Mónakó. AFP

Lewis Hamilton var í þessu að vinna ráspólinn í Mónakó en til þess að velta liðsfélaga sínum Valtteri Bottas úr toppsætinu dugði ekkert minna en brautarmet.

Bottas hafði haft betur alla tímatökuna þar til á  lokahringnum og sömuleiðis var hann fljótari en Hamilton á lokaæfingunni í morgun. En Hamilton vildi greinilega mikið ná pólnum og ók hann af mikilli dirfsku seinasta hringinn með fyrrgreindu árangri.

Þetta er annar ráspóll Hamiltons á árinu og sá 86. á keppnisferlinum í formúlu-1 í heild.

Bottas var 86 þúsundustu úr sekúndu á eftir og þriðji varð Max Verstappen á Red Bull en hann var 0,475 sekúndum á eftir Hamilton. 

Sebastian Vettel á Ferrari hafði átt brösugan dag og mátti þakka fyrir fjórða sætið á rásmarkinu að lokum. Liðsfélagi hans Charles Leclerc, sem ók hraðast á lokaæfingunni, féll úr leik í fyrstu lotu. Skrifast það að miklu ef ekki öllu leyti á tæknimenn Ferrari sem héldu Leclerc inni í bílskúr lokamínúturnar í fyrstu lotu. Á þeim mínútum skaust Vettel upp fyrir og felldi Leclerc úr leik.

Vettel hafði átt erfitt uppdráttar fram að því og þykir ákvörðunin um að halda Leclerc inni í bílskúrnum þótt áframhald héngi á bláþræði ótvírætt til marks um að Vettel njóti forgangs hjá Ferrari á kostnað Leclerc, sem á heima í Mónakó.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Pierre Gasly á Toro Rosso, Kevin Magnussen á Haas, Daniel Ricciardo á Renault, Daniil Kvyat á Toro Rosso, Carlos Sainz á McLaren og Alexander Albon á Toro Rosso.

Lewis Hamilton í tímatökunni í Mónakó.
Lewis Hamilton í tímatökunni í Mónakó. AFP
Lewis Hamilton toppaði á réttum tíma í tímatökunni í Mónakó.
Lewis Hamilton toppaði á réttum tíma í tímatökunni í Mónakó. AFP
Sebastian Vettel átti í erfiðleikum framan af tímatökunni en varð …
Sebastian Vettel átti í erfiðleikum framan af tímatökunni en varð að lokum fjórði. AFP
Charles Leclerc var ekki skemmt yfir að falla úr leik …
Charles Leclerc var ekki skemmt yfir að falla úr leik í fyrstu lotu, en brottfall hans skrifast á Ferrariliðið, ekki ökumanninn. AFP
Sebastian Vettel heiðrar minningu Niki Lauda með því að bæta …
Sebastian Vettel heiðrar minningu Niki Lauda með því að bæta nafni hans á keppnishjálminn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert