Hamilton vann hörkuslag

Í návígi í rúma 60 hringi í Mónakó í dag. …
Í návígi í rúma 60 hringi í Mónakó í dag. Lewis Hamitlon fremstur, þá Max Verstappen og Sebastiana Vettel. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna Mónakókappaksturinn. Niður hálsmál hans hringina 78 andaði Max Verstappen á Red Bull en hann féll niður í fjórða sæti vegna tímavítis snemma í kappakstrinum.

Óhætt er að segja að kappaskturinn hafi verið nokkurs konar „thriller“ slík var spennan í langri rimmu Hamiltons og Verstappens. Heimsmeistarinn er margreyndur en sagði á endamarki að þetta hafi líklega verið átakamesti kappakstur á ferli hans sem nær aftur til 2007.

Verstappen var fundinn sekur af því að hafa skapað hættuástand í bílskúrareininni er hann tók af stað frá bílskúr sínum þvert í veg fyrir Valtteri Bottas og Sebastian Vettel. Rákust Verstappen og Bottas saman og við það sprakk dekk á bíl þess síðarmnefnda.

Vettel kom þriðji í mark og Bottas fjórði en þeir voru innan við fimm sekúndum á eftir Verstappen og urðu því framar honum í opinberum úrslitum kappakstursins.

Hamilton ók eins og sönnum heimsmeistara sæmir og tókst honum að verja stöðu sína alla  leið þótt dekkin væru orðin gatslitin þegar enn voru tugir hringja eftir. Tókst honum að halda einnar til tveggja sekúndna forskoti alla leið. Verstappen stillti vélina í tímatökuham er 10 hringir voru eftir og lagði a.m.k. tvisvar til Hamiltons, m.a. með þeim afleiðingum að þeir skelltu saman dekkjum í beygjunni niður á hafnarsvæðið rétt eftir að þeir komu út úr undirgöngunum.

Eins og oft vill verða voru mikil návígi algeng í kappakstrinum og tilþrif mikil. Heimamaðurinn Charles Leclerc á Ferrari sá fyrir skemmtaninni fyrstu 10 hrigina eða svo með einstaklega djörfum framúraksturstilraunum í Rascasse-beygjunni við lok hringsins. Sú síðasta þar endaði með samstuði og hjólbarða sem sprakk og tættist í sundur á innhringnum. Vegna varasams braks í brautinni eftir áreksturinn var öryggisbíll kvaddur út. Ferrarifákur Leclerc skemmdist það mikið á innhringnum  að hann varð nánast stjórnlaus og hætti heimamaðurinn ungi því akstri.

Í sætum fimm til tíu - í þessari röð - urðu Pierre Gasly á Red Bull, Carlos Sainz á McLaren, Daniil Kvyat og Alexander Albon á Toro Rosso, Romain Grosjean á Haas og Daniel Ricciardo á Renault.

Í návígi í rúma 60 hringi í Mónakó í dag. …
Í návígi í rúma 60 hringi í Mónakó í dag. Lewis Hamitlon fremstur, þá Max Verstappen og Sebastiana Vettel. AFP
Í návígi í rúma 60 hringi í Mónakó í dag. …
Í návígi í rúma 60 hringi í Mónakó í dag. Lewis Hamitlon fremstur, þá Max Verstappen og Sebastiana Vettel. AFP
Í návígi í rúma 60 hringi í Mónakó í dag. …
Í návígi í rúma 60 hringi í Mónakó í dag. Lewis Hamitlon fremstur, þá Max Verstappen sem reyndi oft að smeygja sér framúr á þessum stað í brautinni, brekkuna ofan af spilavítistorginu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert