Ferrari í fremstu sætum

Sebastian Vettel ekur inn í bílskúrareinina í Montreal á lokaæfingunni.
Sebastian Vettel ekur inn í bílskúrareinina í Montreal á lokaæfingunni. AFP

Sebastian Vettel á Ferrari ók í þessu langhraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Montreal. Liðsfélagi hans Charles Leclerc ók næsthraðast en var rúmlega 0,1 sekúndu á eftir. Óku þeir mun hraðar en á æfingum gærdagsins.

Ferrarifélagarnir skiptust á því æfinguna út í gegn að sitja í efsta sæti lista yfir hröðustu hringi ökumanna.

Ferrari hefur láti í veðri vaka að Montrealbrautin veiti liðinu besta möguleika til að vinna Mercedesmenn frá í Barhein, en þar sátu ökumenn Ferrari á fremstu rásröð eftir tímatökuna.

Lewis Hamilton á Mercedes átti þriðja bseta tímann en var 0,4 sekúndum lengur en Hamilton í ferðum. Félagi hans Valtteri Bottas var lengra á eftir fremsta manni, eða 0,7 sekúndum.

Red Bull var sömuleiðis langt að baki; Max Verstappen sekúndu á eftir í fimmta sæti og Pierre Gasly sjötti 1,1 sekúndu á eftir.

Fyrsta tuginn fylltu - í þessari röð - Daniel Ricciardo á Renault, Lando Norris á McLaren, Sergio Perez á Racing Point og Daniil Kvyat á Tor Rosso. Var Kvyat 1,5  sekúndum frá topptíma Vettels.

mbl.is