Safna refsistigum

Lance Stroll á heiðurshring heimakappaksturs hans í Montreal.
Lance Stroll á heiðurshring heimakappaksturs hans í Montreal. AFP

Frá 2014 hafa ökumenn verið sviptir svonefndum skírteinispunktum fyrir brot í keppni. Sitji ökumaður uppi með 12 punkta sviptingu á 12 mánaða tímabili dæmist hann frá næsta kappakstri.

Lance Stroll hjá Racing Point er „stigahæstur“ sem stendur, hefur verið sviptur 8 punktum og bætist fjögur við næstu tvær vikurnar missir hann af móti. Fækkar refsipunktunum hins vegar um þrjá þann 1. júlí. 

Í öðru til fjórða sæti með 7 stig eru Romain Grosjean, Sebastian Vettel og Max Verstappen. Þeir tveir fyrstnefndu endurheimta tvöstig hvor 26.júní og Verstappen annan september.

Nokkrir ökumenn hafa enga punkta misst, þar má fremstan nefnda heimsmeistarann Lewis Hamilton.

Stigastaðan er annars sem hér segir fyrir franska kappaksturinn um aðra helgi:
 
8 Lance Stroll
7 Romain Grosjean
7 Sebastian Vettel
7 Max Verstappen
6 Esteban Ocon
6 Fernando Alonso
4 Sergey Sirotkin
4 Carlos Sainz
4 Valtteri Bottas
3 Pierre Gasly
3 Nico Hülkenberg
3 Sergio Perez
3 Antonio Giovinazzi
2 Kimi Räikkönen
2 Brendon Hartley
2 Stoffel Vandoorne
2 Daniil Kvyat
2 Daniel Ricciardo
1 Kevin Magnussen

Svo sem sjá má eru á listanum ökumenn sem ekki eru í keppni í formúlu-1 í ár. Svo sem Fernando Alonso, Esteban Ocon, Segeij Sírtokín, Brendon Hartley og Stoffel Vandoorne.

Lance Stroll á undan Pierre Gasly í heimakappakstur sínum í …
Lance Stroll á undan Pierre Gasly í heimakappakstur sínum í Montreal. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert