Alonso sigrar annað árið í röð í Le Mans

Ökumenn Toyota halda sigurlaunum sínumá lofti í Le Mans. Á …
Ökumenn Toyota halda sigurlaunum sínumá lofti í Le Mans. Á myndinni eru (f.v.) Shiegeki Tomoyama forstjóri íþróttadeildar Toyota, Fernando Alonso, Sebastien Buemi og Kazuki Nakajima. AFP

Fernando Alonso fór með sigur annað árið í röð í sólarhringskappakstrinum í Le Mans í Frakklandi í dag. Með honum óku Toyotabílnum þeir Sebastien Buemi og Kazuki Nakajima.

Annað árið í röð drottnuðu Toyotabílarnir í kappakstrinum. Framan af skiptust þeir á um að hafa forystu, en að því kom að 7-bíllinn stakk hinn af. Var hann með tveggja mínútna forystu  er aðeins klukkustund var eftir og sigur virtist blasa við.

En þá kom reiðarslag, nemar sýndu sprungið dekk svo ekki varð komist hjá því að fara inn að bílskúr til dekkjaskipta. Þjónustusveitin skipti þó aðeins um annað afturdekkið og þegar skynjarar sýndu áfram á úthringnum leka úr hinu dekkinu var önnur ferð inn að bílskúr óhjákvæmileg.

Við þetta komust Alonso og félagar á 8-bílnum rétt fram úr og héldu forystunni það sem eftir var.  Sú áhöfn vann í leiðinni heimsmeistaratitil ökumanna í heimsmeistarakeppninni í þolkappakstri (WEC). Þurfti hún aðeins að verða meðal sjö fremstu til að landa titlinum.

Alonso í forystu á Toyotunni undir lok kappakstursins í Le …
Alonso í forystu á Toyotunni undir lok kappakstursins í Le Mans. AFP
Kazuki Nakajima, Fernando Alonso og Sebastien Buemi fagna sigri í …
Kazuki Nakajima, Fernando Alonso og Sebastien Buemi fagna sigri í Le Mans. AFP
Fernando Alonso á Toyota TS050 Hybrid LMP1 bílnum í sólarhringskappakstrinum …
Fernando Alonso á Toyota TS050 Hybrid LMP1 bílnum í sólarhringskappakstrinum í Le Mans í Frakklandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert