Bottas tók seinni æfinguna

Valtteri Bottas á seinni æfingunni í dag í Paul Ricard …
Valtteri Bottas á seinni æfingunni í dag í Paul Ricard brautinni í Le Castellet við Miðjarðarhafsströnd Frakklands. AFP

Valtteri Bottas á Mercedes ók hraðast á seinni æfingu franska kappakstursins. Hafði hann sætaskipti viðfélaga sinn Lewis Hamilton en þeir voru einnig í topopætunum á fyrri æfingunni, í morgun.

Eins og í morgun setti Charles Leclerc á Ferrari þriðja besta tímann. Hann var 0,1 sekúndu fljótari með hringinn en liðsfélagi sinn Sebastian Vettel, sem náði fjórða besta tíma æfingarinnar en var samt 0,7 sekúndum lengur í förum en Bottas.

Í sætum fimm til tíu - í  þessari röð - urðu Lando  Norris á McLaren, Max Verstappen á  Red Bull, Carlos Sainz á McLaren, Pierre Gasly á Red Bull, Kimi Räikkönen á Alfa Romeo og Kevin Magnussen á Haas, sem var rúmlega 1,8 sekúndu frá topsæti Bottas.

Valtteri Bottas smeygir sér niður í Mercedesbílinn.
Valtteri Bottas smeygir sér niður í Mercedesbílinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert