Hamilton og Bottas fremstir

Charles Leclerc á fyrstu æfingunni í Le Castellet í morgun.
Charles Leclerc á fyrstu æfingunni í Le Castellet í morgun. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes ók hraðast á fyrstu æfingu frönsku keppnishelgarinnar og liðsfélagi hans Valtteri Bottas fór næsthraðast. Þriðji varð svo Charles Leclerc á Ferrari.

Talsvert var um að ökumenn ættu erfitt að hemja keppnisklára sína því margir snarsneru bílunum við beygjur framarlega á brautarhringnum. 

Hamilton var aðeins 69 þúsundustu úr sekúndu fljótari en Bottas sem var 0,3 sekúndum á undan Leclerc.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Max Verstappen á Red Bull, Sebastian Vettel á Ferrari, Pierre Gasly á Red Bull, Lando Norris og Carlos Sainz á McLaren, Dniel Ricciardo á Renault og  Alexander Albon á Toro Rosso.

Tæknimenn Mercedes vinna í bíl Lewis Hamilton í Le Castellet.
Tæknimenn Mercedes vinna í bíl Lewis Hamilton í Le Castellet. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert