90. ráspóll Hamiltons

Lewis Hamilton fagnarráspólnum í Le Castellet í Suður-Frakklandi.
Lewis Hamilton fagnarráspólnum í Le Castellet í Suður-Frakklandi. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna ráspól franska kappakstursins. Annar varð liðsfélagi hans Valtteri Bottas og þriðji Charles Leclerc á Ferrari. Var þetta þriðji póll Hamiltons í ár og sá 90. á ferlinum.

Til marks um yfirburði Mercedesbílanna var Leclerc 0,646 sekúndum á eftir Hamilton sem var tæpum 0,3 sekúndum á undan Bottas.

Tímatakan var einkar brösug fyrir Sebastian Vettel sem einungis náði sjöunda besta tímanum en hann hætti fyrri tímatilraun sinni vegna svikuls gírkassa. Fór hann hringinn 1,5 sekúndu hægar en Hamilton.

McLarenliðið fagnaði sínum besta tímatökuárangri um árabil er þeir Lando Norris og Carlos Sainz höfnuðu í fimmta og sjötta sæti. Milli þeirra og Leclerc varð Max Verstappen á Red Bull í fjórða sæti. Var hann 1,1 sekúndu lengur að klára hringinn en Hamilton.

Daniel Ricciardo á Renault varð áttundi, Pierre Gasly á Red Bull níundi og Antonio Giovanazzi á Alfa Romeo tíundi.

Lewis Hamilton í tímatökunni í Paul Ricard brautinni við Le …
Lewis Hamilton í tímatökunni í Paul Ricard brautinni við Le Castellet syðst í Frakklandi í dag. AFP
Lewis Hamilton leggur upp í tímahring í tímatökunni í Paul …
Lewis Hamilton leggur upp í tímahring í tímatökunni í Paul Ricard brautinni við Le Castellet syðst í Frakklandi í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert