Hamilton í sérflokki sem oft fyrr

Lewis Hamilton hélt forystunni af ráspól og allalleið í mark …
Lewis Hamilton hélt forystunni af ráspól og allalleið í mark í Paul Ricard brautinni við Le Castellet við Miðjarðarhafsströnd Frakklands. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna öruggan sigur í franska kappakstrinum. Í sjötta sinn á árinu fagnaði lið hans tvöföldum sigri því Valtteri Bottas varð annar. Hélt hann stöðu sinni þrátt fyrir harðar atlögur Charles Leclerc á Ferrari sem þurfti einn til tvo hringi í viðbót til að komast fram úr.

Með sigrinum í Le Castellet-brautinni við Miðarjarðarhafsströnd Frakklands hefur Hamilton unnið sex af átta mótum það sem af er keppnistíðar.

Hamilton var aldrei ógnað og raðaði hann niður hröðustu hringjum þótt dekkin væru tekin að skemmast. Hið sama þjakaði Bottas og skýrir að hluta hvers vegna Leclerc dró hann upp. Þrátt fyrir allt dugðu barðarnir eins og til var ætlast. 

Max Verstappen á Red Bull klauf Ferraritvíeykið en Sebatian Vettel varð fimmti sem er jafnt lélegasta árangri  hans á vertíðinni.

og keppninni um sæti sjö til tíu lauk ekki fyrr en á lokahringnum er Lando Norris á biluðum McLaren gat ekki haldið lengur fyrir aftan sig þeim Daniel  Ricciardo á Renault, Kimi Räikkönen á Alfa Romeo og Nico Hülkenberg á Renault.

Mikið var um skemmtileg tilþrif í rimmum einstakra ökumanna keppnina út í gegn. Lengi var bilið milli bíla yfirleitt minna en menn hafa átt að venjast. Aðeins raknaði úr strollunni í kringum dekkjastoppin sem komu mjög misjafnlega seint eða snemma. Sá síðasti til að taka sitt dekkjastopp var Lance Stroll á Racing Point sem beið fram á fertugasta hring af 53 til þess.

Allir komust bílarnir í mark nema Haas-bíll Romains Grosjean sem kallaður var inn þegar nokkrir hringir voru eftir til að komast hjá víti vegna mikilla ráðgerðra breytinga á bílnum fyrir næsta mót.

Lewis Hamilton ekur út úr sínu eina dekkjastoppi í franksa …
Lewis Hamilton ekur út úr sínu eina dekkjastoppi í franksa kappakstrinum í Le Castellet. AFP
Sebastian Vettel stoppaði og fékk ný dekk þegar þrír hringir …
Sebastian Vettel stoppaði og fékk ný dekk þegar þrír hringir voru eftir í þeim tilgangi að setja hraðasta hring og vinna þar með aukastig. Það tókst. AFP
Lewis Hamilton fagnar sigrinum í franska kappakstrinum með aðstoðarmönnum sínum.
Lewis Hamilton fagnar sigrinum í franska kappakstrinum með aðstoðarmönnum sínum. AFP
Romain Grosjean hinn franski stopp við bílskúr Haas eftir að …
Romain Grosjean hinn franski stopp við bílskúr Haas eftir að liðsstjórarnir ákváðu að hætta kappakstrinum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert