Leclerc hraðskreiðastur á lokaæfingu

Charles Leclerc á ferð í Spielberg.
Charles Leclerc á ferð í Spielberg. AFP

Charles Leclerc  hinn ungi ökumaður Ferrari ók hraðast á lokaæfingunni fyrir tímatöku austurríska kappakstursins í Spielberg, sem var að ljúka í þessu.

Þrátt fyrir harðar atlögur Lewis Hamilton á McLaren að toppsætinu á lista yfir hröðustu hringi hélt Leclerc sínum hlut og endurheimti forystuna jafnharðan og ökumenn Mercedes og liðsfélagi hans Sebastian Vettel komust upp fyrir hann.

Hamilton varð rúmum tíunda á eftir Leclerc í öðru sæti. Má búast við hörðum slag þeirra um ráspólinn.

Valtteri Bottas náði að endingu þriðja sætinu eftir að hafa áður á æfingunni tekist á um toppinn við Leclerc. Vettel átti í erfiðleikum með að setja saman góðan hring og hafnaði í fjórða sæti.

Í sætum fimm til tíu - í þessari röð - urðu Max Verstappen á Red Bull, Lando Norris á McLaren, Pierre Gasly á Red Bull, Carlos Sainz á McLaren, Antonio Giovinazzi á Alfa Romeo og Daniil Kvyat á Toro Rosso, en hann var 1,4 sekúndum lengur í förum en Leclerc.

mbl.is