Vann ráspólinn á nýju brautarmeti

Charles Leclerc fagnar ráspólnum í Steyrufjöllum í Austurríki.
Charles Leclerc fagnar ráspólnum í Steyrufjöllum í Austurríki. AFP

Charles Leclerc á Ferrari var í þsesu að vinna ráspól austurríska kappakstursins í Spielberg í Steyrufjöllum. Brautarmetið lét undan álaginu. Annar varð Lewis Hamilton á Mercedes og þriðji Max verstappen á Red Bull.

Þetta er annar ráspóll Leclerc á árinu og annar á ferlinum. Liðsfélagi hans Sebastian Vettel gat ekkert ekið í lokalotu tímatökunnar vegna bilunar sem tæknimenn Ferrari höfðu ekki nægan tíma til að leysa. Hlutskipti hans í tímatökunni varð því tíunda sæti.

Ráspólshafi í Spielberg undanfarin tvö ár, Valtteri Bottas á Mercedes varð fjórði nú, hálfri sekúndu á eftir Leclerc.

Í sætum fimm til tíu - í þessari röð - urðu Kevin Magnussen á Haas, Lando Norris á McLaren, Kimi Räikkönen og Antonio Giovinazzi á Alfa Romeo, Pierre Gasly á Red Bull og svo Vettel.

Gasly brest fyrir tilveru sinni

Hermt er að Gasly heyi nú hálfgerða lífsbaráttu til að halda sæti sínu í Red Bull sem þykir of mikill munur á þeim Verstappen. Í tímatökunni í dag  var Verstappen 1,2 sekúndum á undan á stystu braut ársins í formúlu-1. Vofir yfir Gasly að þurfa víkja fyrir Daniil Kvyat hjá Toro Rosso  og taka sæti hans hjá dótturliðinu.

Charles Leclerc á leið til sigurs í tímatökunni í Asturríki.
Charles Leclerc á leið til sigurs í tímatökunni í Asturríki. AFP
Charles Leclerc fagnar ráspólnum í Austuríki í dag.
Charles Leclerc fagnar ráspólnum í Austuríki í dag. AFP
Sebastian Vettel í tímatökunni í Spielberg sem honum tókst þó …
Sebastian Vettel í tímatökunni í Spielberg sem honum tókst þó ekki að klára. AFP
mbl.is