Bottas fljótastur

Valtteri Bottas á ferð á Mercedesbílnum á fyrri æfingunni í …
Valtteri Bottas á ferð á Mercedesbílnum á fyrri æfingunni í dag í Silverstone. AFP

Valtteri Bottas ók hraðast á seinni æfingunni fyrir breska kappaksturinn í Silverstone. Var hann 69 þúsundustu úr sekúndu á undan Mercedesfélaga sínum Lewis Hamilton.

Ekki gekk þó allt er skyldi fyrir Bottas því er vel var á æfinguna liðið var hann kallaður inn í bílskúr vegna vandamála í kveikjukerfi bílsins.

Charles Leclerc og Sebastian Vettel hjá Ferrari áttu þriðja og fjórða besta hringinn en þeir voru 0,2 og 0,5 sekúndum frá tíma Bottas.

Fimmta besta hringinn átti Pierre Gasly á Red Bull,  Lando Norris á McLaren þann sjötta besta, Max Verstappen á Red  Bull þann sjöunda, Carlos Sainz á McLaren þann áttunda, Alexander Albon þann níunda og Sergei Perez á Racing point þann tíunda. Munaði tæplega 1,3 sekúndum á Perez og Bottas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert