Gasly fótaði sig best

Pierre Gasly á æfingunni í Silverstone í morgun. Svo sem …
Pierre Gasly á æfingunni í Silverstone í morgun. Svo sem sjá má á afturvængnum er James Bond stemmning yfir bílnum. AFP

Pier Gasly hjá Red Bull setti hraðasta hring fyrri æfingar dagsins í Silverstone en hann fótaði sig best á sleipri brautinni. Tæpri hálfri sekúndu á eftir varð Valtteri Bottas á Mercedes og þriðja besta hringinn átti Max Verstappen á Red Bull, sem var tæplega 0,9 sekúndum lengur í förum en Gasly.

Rauðu flaggi var veifað og æfingin stöðvuð eftir að drapst á vélinni í Alfa  Romeo bíl Kimi Räikkönen. Verður að skipta um vél í bílnum fyrir seinni æfing dagsins.  

Romain Grosjean hjá Haas var skömmustulegur að sjá eftir að hafa snarsnúið bílnu rétt eftir að hann km újt í brautina frá bílskúrasvæðinu. Rakst hann í vegg með þeim afleiðinum að framvængurinn rifnaði af bílnum.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Lewis Hamilton á Mercedes, Charles Leclerc og  Sebastian  Vettel á Ferrari, Nico Hülkenberg og Daniel Ricciardo hjá Renault, Alexander Albon á Toro Rosso og Carlos Sainz á McLaren.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert